Lúxus fylltar sætar kartöflur

Ég prufaði þennan himneska rétt í vikunni. Ég hef séð nokkrar útfærslur af honum á íslenskum og erlendum síðum og ákvað að gera réttinn með þeim hráefnum sem mér finnst góð. Þið getið svo auðvitað fikrað ykkur áfram og sett þau hráefni sem þið viljið.


Ég elda alltaf bara fyrir tvo og því eru uppskriftirnar mínar frekar litlar en það er auðvitað lítið mál að tvöfalda eða þrefalda þær. 

Uppsrift fyrir 2:
1 stór og löng sæt kartafla
1og hálf til 2 litlar kjúklingabringur
1 msk olía
hálfur rauðlaukur
hálf lítil dós kókosmjólk
tvær lúkur rifinn ostur
döðlur og fetaostur eftir smekk
salt,pipar og cayenna pipar

Meðlæti:
Ég var með blanað salat og sýrðan rjóma, það var mjög gott með. 

Aðferð:

Ofninn hitaður á 200 við yfir og undir hita


Sæta kartaflan er skoluð, skorin í tvennt, pensluð með olíu og sett inní ofn í 30 mínútur. Ef hún er ekki orðin mjúk er fínt að pota í hana með gafli nokkrum sinnum og setja hana aftur inn í ofn í 10 mín. 

Á meðan kartaflan er inni er fínt að byrja á lauknum og kjúklingnum. Laukurinn er settur á pönnu með olíu og látinn malla við lágann hita i 15-20 minutur. 


Kjúklingurinn steiktur á pönnu.. ég nota cayenna pipar, hann er mjög sterkur og gefur þessu betra bragð, annas gæti þetta orðið svoldið væmið. 




Þegar allt er orðið steikt blöndum við þessu saman og hellum hálfri dós  af kókosmjólkinni saman við og leyfum því að malla við mjög lágan hita á meðan við græjjum kartöflurnar.



Ég notaði skeið til að skafa úr henni, verðið þó að passa að taka ekki of mikið.


Kartaflan er stöppuð með salt og pipar. Lúku af ost, döðlunum og feta  blandað  varlega saman við kartöflustöppuna.


Öllu skellt á pönnuna og blandað vel saman við kjúklinginn. Blöndunni er næst skóflað með skeið uppí bátinn og ostur settur yfir.


Þessu er svo skellt aftur inní ofn í 10-15 mínútur eða þar til osturinn er alveg bráðnaður

Vollaa.. 

Ásgeir sagði þennan rétt vera í top 3 af bestu réttum sem ég hef gert, þannig hann mun klárlega vera oftar í matinn á þessu heimili. 


Verði ykkur að góðu..!  

Endilega like-ið síðuna mína á Facebook til að sjá það nýjasta hverju sinni:    www.facebook.com/gigjas














Ummæli

  1. Þetta hljómar og lítur afskaplega vel út og verður klárlega prófað :) Bkv.Stella María.

    SvaraEyða

Skrifa ummæli